Vextir út og vextir inn

Punktar

Kominn er tími til að segja þjóðinni frá stöðu vaxtagreiðslna ríkisins. Hvað borgar ríkið og seðlabankinn í vexti af erlendum lánum, sem þessir aðilar hafa tekið eftir hrunið? Hvað fá þeir í vexti af þessum peningum, að svo miklu leyti, sem þeir liggja í varasjóðum? Er mikill vaxtamunur á þessu tvennu? Er það tilfellið, að ríki og seðlabanki borgi háa vexti, en fái litla sem enga vexti á móti? Þótt öll kurl séu ekki komin til grafar, þurfa stjórnvöld að upplýsa fólk. Kominn er tími til að láta gegnsæi leysa þoku af hólmi. Það var ein helzta krafa fólks í vetur og stjórnin hefur lofað því.