Veruleikafirring gærdagsins

Punktar

Stjórnarmenn Samtaka eigenda sjávarjarða eru með óráði og segja: “Eigendur sjávarjarða eru einu eigendur sjávarauðlindarinnar samkvæmt lögum.” Lögin segja hins vegar, að sjávarjarðir eigi netarétt 115 metra út frá fjöru, ekki lengra. Þeir eru því úti á túni að krefjast lögbanns á nýja kvótafrumvarpið. Önnur furðuleg firring gærdagsins birtist hjá Steingrími J. Sigfússyni. Segir ekki hafi orðið mikinn eignabruna hjá venjulegu fólki í hruninu. Samt hafa eignir orðið óseljanlegar eða hrunið í verði, en áhvílandi skuldir bólgnað. Aðgerðir Steingríms vega lítið upp í þennan mikla eignabruna.