Vefur TripAdvisor.com birtir umsagnir notenda gistihúsa. Engin fá verri umsagnir en Travel Inn Sóleyjargötu 31 / Pavi Brautarholti 4. Tugir notenda TripAdvisor eru sammála um, að þetta séu skelfileg gistihús. Margt er nefnt því til rökstuðnings, til dæmis sóðaskapur og fátæklegur morgunverður, sem birtar eru myndir af. Verst er talað um eigandann / forstjórann, sagður heita Einar Guðlaugsson. Sagður ekki kunna neina mannasiði. Hann gargi á dvalargesti, neiti að lesa staðfestingar pantana, neiti að gefa til baka, reyni að svindla á fólki. Virðist hata gestina, segir einn álitsgjafanna.