Enn eru menn að tala um Díönu. Time segir á forsíðu, að andlát hennar hafi breytt Bretlandi. Hvílíkt rugl. Telegraph kemst nær sanni í fyrirsögn á forsíðu: “Diana just another dead glamorous celebrity”. Nú eru blóm alls staðar um London, ekki bara við Kensington og Buckingham hallir, heldur við dyr veitingahúsa og heilsuræktarstöðva, sem hún sótti. Samt er allt eins og það var áður, líka kóngafjölskyldan. Díana var bara frægðarfólk, lesefni í Séð og heyrt. Dellan um hana er eins og dellan um Graceland, sveitasetur Elvis Prestley. Elvis og Díana eru verndarenglar rugludalla, sjá Slate.