Hagsmunaráðuneyti vinnslustöðva þykist vera að bæta fyrir brot sitt. Hyggst leyfa bændakonum að selja heimabakstur, en bara í góðgerðaskyni. Það er ekki nóg. Landbúnaðarráðuneytið á að leyfa alla sölu á heimavinnslu bænda, líka í gróðaskyni. Eins og í öðru á það í þessu að laga sig að Evrópusambandinu, sem leyfir alla slíka sölu. Framtíðin er í stefnunni “Beint frá bónda”. Ekki bara kökur og sultur, líka jógúrt og ís, heimaslátrun og landabrugg. Bændur eiga að fá færi á að gera vörumerki sín fræg. Gegn því standa vinnslustöðvar landbúnaðarins, undir vernd hagsmunaráðuneytis hins fræga Jóns Bjarnasonar.