Verktökuæði er útbreitt á Íslandi. Menn vilja valta yfir náttúruna, moka skurði, reisa stíflur, grafa grunna, hella steypu. Helzt í akkorði. Gæði stjórnmála eru metin út frá því, hversu mikið er skaffað af verkefnum handa verktökum. Álver eru reist, ekki til að græða á orkunni, heldur til að fá vinnu við að reisa þau. Sjálfstæðisflokkurinn stendur að vísu á fleiri stoðum en þessari. En Framsókn hefur lengi verið gegnheill verktöku-flokkur. Handóðu verktöku-fíklarnir eru óvinir náttúrunnar, vilja sigrast á henni, breyta henni í skammvinnt fé til að sukka með í vitleysu. Jafnvel í hrun.