Óskar Bergsson, verktakavinur borgarinnar, kvartar yfir neikvæðni lífeyrissjóða. Þeir vilja fá 6% vexti, sem Óskar telur of háa, enda eru stýrivextir bara 20%. Segir það hlutverk lífeyrissjóða að framleiða atvinnu. Það er misskilningur. Hlutverk lífeyrissjóða er að gæta lífeyris launþega og ávaxta hann. Nú eru stjórar þeirra með smókingbuxurnar niðri um sig eftir hrunið. Þeir geta varla leitað á vit nýrra ævintýra. Nema auðvitað Gunnar Páll Pálsson, sérfræðingur VR í rugluðum fjárfestingum og ofurlaunum. Óskar, talaðu bara við Gunnar Pál, hann er enn buxnalaus á smóking í fínimannsleik.