Sem umboðsmaður launafólks hefði Gylfi Arnbjörnsson átt að fagna samningnum við Elkem á Grundartanga. Þar var samið um kjarabætur, sem nema 16% á fyrsta ári, alls 25% á þremur árum. Verkalýðsrekendur Alþýðusambandsins sitja hins vegar slyppir og snauðir taglhnýtingar kvótagreifa. Mánuðum saman tók Gylfi undir grátkór Vilhjálms Egilssonar, handrukkara kvótagreifanna í Samtökum atvinnulífsins. Hafði ekkert upp úr krafsinu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Enginn hefur villzt jafn langt af leið og verkalýðsrekandinn Gylfi. Er eins og sauður í hverju sjónvarpsviðtalinu á fætur öðru og veit varla af því.