Verið hrædd, mjög hrædd

Punktar

Haraldur Jóhannesson er hræddur. Hræddur við kommúnista, Rússa, útlendinga og Íslendinga. Vill, að við séum hrædd. Verið hrædd, er boðorðið. Telur fælingarmátt felast í, að hazarstrákar í löggunni beri sýnilegar byssur á hátíðum, þar á meðal barnahátíðum og 17. júní. Engar rannsóknir liggja að baki fælingarmætti sýnilegra byssa. Það eru órar í Haraldi. Líklegra, að sýnilegar byssur æsi kommastráka upp. Hazarstrákar mega vera á hátíðum, en bezt er, að þeir haldi sig bak við myrkvaðar rúður sendibíla sinna. Þegar byltingin verður 17. júní, geta þeir stokkið út með byssur á lofti, æpt „stinganapp“, komið að sama ógagni og sýnilegir hazarstrákar.