Verður vondur forstjóri

Punktar

Verður vondur forstjóriEkki er ég hissa á, að norsk stjórnvöld hafi efasemdir um Anders Fogh Rasmussen sem næsta framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Anders hefur verið eindreginn stuðningsmaður heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Hann hefur sent danska hermenn henni til stuðnings. Hann er eins konar Svarti-Pétur í hópi norrænna forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hins vegar ánægð með Anders og segir hann verða góðan framkvæmdastjóra bandalagsins. Ég held, að hún sé ekki í umtalsverðu sambandi við raunveruleikann. Anders getur ekki sveigt bandalagið af óheillabraut þjónustulundar við Bandaríkin.