Ögmundur Jónasson er eini ráðherrann, sem ég treysti. Tel, að hann sé góðviljaður maður á réttum stað. Vil heldur, að hann skeri Landspítalann niður en að einhver annar geri það. Ögmundur sýndi það í bardaganum um IceSave, að hann lætur ekki samstarfsfíklana vaða yfir sig. Fyrir baráttu Ögmundar fengust fyrirvarar, sem laga stöðu Íslands töluvert. Úr því að ég treysti Ögmundi svona vel, langar mig til að spyrja hann: Ef Landsspítalinn á ekki fyrir rekstri, mun þá nýja hátæknisjúkrahúsið eiga fyrir rekstri? Af hverju er steypuvinnu ekki frestað í tíu ár til að eiga fyrir nýjum tækjum?