Verðum áreiðanleg

Punktar

Við þurfum að koma því orði á okkur að við stöndum við skuldbindingar eins og Finnar gerðu á sínum erfiðu tímum. Þurfum að koma upp eðlilegu samstarfi við útlönd um öflun lánsfjár til uppbyggingar atvinnuvega. Það gerum við með því að vera taldir áreiðanlegir viðskiptavinir, sem virða almennar reglur um samskipti og samstarf. Við þurfum líka að hætta að vera heimalningar og búrar, sem tala illa um aðrar þjóðir. Við erum ekki mest og bezt í heimi og náum engu fram með frekjunni. Við skulum byrja á að ganga frá IceSave. Það er fyrsta skrefið í átt til heilbrigðra samskipta okkar við umheiminn.