Verðlaunaðir æruleysingjar

Punktar

Ýmsir menn með laskaða æru hafa fengið eins konar uppreist hennar, án þess að til skjalanna hafi komið valinkunnir heiðursmenn. Geir Haarde klúðraði kreppu út í algert bankahrun. Verðlaunaður með sendiherraembætti í Washington. Davíð Oddsson klúðraði öllu, sem hægt var að klúðra í Seðlabankanum. Hreinsaði bankann að innan af öllum gjaldeyri og kastaði í gjaldþrota Kaupþing. Verðlaunaður með ritstjórn Morgunblaðsins. Þeir ættu að sitja inni með þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni. Sem földu fé sitt í skattaskjóli á aflandseyju. Sigmundur Davíð sagði þó af sér, en þjóðin verðlaunaði Bjarna með forsætisráðherrastól.