Lækkun seðlabankavexta í morgun var lítil sem engin. Hún dugar hvergi nærri til að lina þjáningar atvinnulífsins. 13% stýrivextir eru ekki í samræmi við lága verðbólgu síðustu mánaða. Eru ekki í samræmi við breytt neyzlumynztur þjóðarinnar. Það hefur færzt frá innfluttum vörum, sem hafa hækkað í verði vegna gengislækkunar. Ef vísitala verðbólgu endurspeglaði neyzlumynztrið, kæmi verðhjöðnun í ljós, en ekki verðbólga. Innlendir og erlendir fræðingar telja hávaxtastefnu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins úrelta og ekki skila ætluðum árangri. Stefnan magnar atvinnuleysi í landinu og er alveg röng hagfræði.