Ögmundur Jónasson ráðherra sagði í Kastljósi í gær, að lífeyrissjóðir byggðu á braski. Hefði verið leyft með lögum árið 1997. Hann hefði sjálfur verið andvígur breytingunni. Samt settist hann í stjórn lífeyrissjóðs og varð þar formaður fram undir hrun. Hafði ekki þrek til að fylgja þar eftir skoðunum sínum. Sjóðurinn hans tapaði hundrað milljörðum, mest allra lífeyrissjóða. Ögmundur virðist vilja vera metinn eftir góðum vilja sínum, en ekki eftir verkum sínum eða verkleysi. Samkvæmt eigin lýsingu er hann góðviljaður auli, sem ráfar með mótmælaspjaldið um gylltar hallir. Skrítin mannlýsing það.