Velur hvorki né hafnar

Punktar

Ríkiskerfið hefur ekki siðferðisstyrk til að skilgreina, hvað sé ókeypis í heilbrigðiskerfinu, niðurgreitt eða greiðist fullu verði. Það þykist reka fulla velferð, en gerir það samt ekki. Það hefur ekki hugmynd um, hvernig eigi að velja og hafna sjúkdómum, lyfjum, uppskurðum. Það veit ekki, hvort tannskemmdir eða lýti séu sjúkdómar. Neitar að sjá, hvar réttlátt sé að hafa biðlista. Það stendur á gati gagnvart nýjum okurlyfjum. Það klórar sér í hausnum, þegar nefnt er, að göngufólk borgar meira en legufólk. Ríkið forðast að taka siðferðislegar og pólitískar ákvarðanir um stöðu velferðar.