Velferðinni verður rústað

Punktar

Hvað sem heilög Jóhanna segir munu mistök ríkisstjórnarinnar rústa velferð þjóðarinnar. Í fyrsta lagi mun gengishrunið hækka innfluttan kostnað við velferð, svo sem lyf. Í öðru lagi hækka gengishrunið og verðbólgan skuldir fátækra. Í þriðja lagi minnka tekjur velferðarfólks, svo sem greiðslur lífeyris. Í fjórða lagi verða þúsundir atvinnulausar. Allt þetta keyrir upp kostnað við velferð. Rifrildi Jóhönnu og Árna Mathiesen um 10% niðurskurð velferðar eru smámunir miðað við hrikalegar afleiðingar hrunsins, sem enn eru ekki komnar fram. Hér verður sultur og seyra tugþúsunda eftir áramótin. Í boði nýfrjálshyggjunnar.