Vekjum þróttlausa ríkisstjórn

Punktar

Ríkisstjórnina skortir þrótt til að fylgja eftir málstað þjóðarinnar. Hefur orðið fyrir tjóni, sem heitir IceSave. Ekki er nóg að ýta því bara yfir á skattgreiðendur. Nú ber henni að gera strax ráðstafanir til að innheimta tapað fé. Þarf að kæra stjórnendur Landsbankans og bankaráðið. Þarf að kæra endurskoðendur bankans og PWC sérstaklega. Þarf að elta uppi peningana, sem Björgólfur Thor og aðrir skyldir aðilar náðu í, þegar bankinn var skafinn að innan. Hún þarf að innheimta persónulega hjá öllu þessu liði. Þróttlaust er að velta því bara fyrir sér. Ríkisstjórnin verður strax að láta verkin tala.