Vekja ekki traust.

Greinar

Stjórnmálamenn, sem vilja njóta trausts almennings, þurfa að vera sannorðir. Þeir þurfa að venja sig á að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þetta er stundum erfitt, þegar illa stendur á. En það borgar sig vel, þegar til lengdar lætur, því að almenningur er fljótur að læra að meta sannorða st.jórnmálamenn.

Hér á landi er því miður allt of algengt, að stjórnmálamenn reyni að ljúga sig út úr vandamálum líðandÍi sundar, jafnvel þótt þeir viti, að upp komist um síðir. Sennilega byrjar þetta með því, að þeir freistast til að fresta vandamálum sínum, en getur endað með því, að þeir blekki ekki aðeins aðra, heldur einnig sjálfa sig.

Tvö dæmi um þetta vandamál verða rakin hér lauslega. Þau eru í sjálfu sér ekki merkileg, en sýna þó, hvernig stjórnmálamenn hafa stundum blekkingar á hraðbergi án þess að blikna né blána og jafnvel án neinnar sjáanlegrar ástæðu.

Dagblaðið skýrði frá því 18. ágúst, að væntanlegur væri annar þýzkur sérfræðingur til rannsöknarlögreglunnar til viðbótar víð Schütz, sem þá var búinn að vera hér um skeið.

Þessar upplýsingar hefðu ekki átt að skelfa Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra. Samt sá hann ástæðu til að bera fréttina strax til baka. Hann sagði í Tímanum 19. ágúst: “Ég kannast ekki við það, að væntanlegur sé hingaó til lands annar þýzkur sérfræðingur til rannsóknarlögreglunnar og það hefur ekkert komið til tals, svo ég viti, að fá annan þýzkan sérfræóing”

Daginn eftir þessar eindregnu afneitanir skýrðu blöði frá því, að þessi sérfræðingur væri samt væntanlegur. Síðan hefur þessi maður komið og verið í fréttunum vegna nýjasta morðmálsins.

Dagblaðið skýrði frá því 20. og 21. ágúst, að sjómenn á halamióum teldu Vestur-Þjóðverja moka þar upp þorski undir því yfirskini, að um karfa væri að ræða. Ennfremur, að ekki væri að treysta löndunartölum, þar sem Þjóðverjarnir gætu sagzt hafa veitt þorskinn við Austur-Grænland og Færeyjar. Loks sagði blaðið, að Íslendingar hefðu ekkert eftirlit með þessu.

Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra bar þetta eindregið til baka í Vísi 24. ágúst. Hann sagði þar: “Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það er fylgzt vel með veiðum Þjóðverja. Bæði eru tekin sýnishorn úr aflanum og ennremur eru skýrslur” frá Þjóðverjum.

Tveim dögum síðar upplýsti forstjóri Landhelgisgæzlunnar í Dagblaðinu, að “við höfum aldrei kannað aflasamsetningu né aflamagn vesturþýzku togaranna”. Sagði hann gæzluna aðeins hafa kannað möskvastærðir, en mundi einnig kanna hitt, ef ráðuneytið óskaði þess. Og hinn 27. ágúst upplýsti svo Dagblaðið, að sjávarútvegtsráðuneytið hefði þá óskað eftir því, að gæzlan kannaði sérstaklega aflasamsetningu og aflamagn vesturþýzku togaranna.

Engin skýring er til á því, hvers vegna reynt lvar að beita blekkingum í þessum málum. Kannski er það bara vaninn, sem ræður.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið