Veikindi ráðherra gera ríkisstjórnina ekki minna vanhæfa en ella. Vanhæfni og veikindi eru óskyld mál. Menn láta ekki af hugsjónum sínum vegna veikinda valdafólks, sem heldur þjóðinni í gíslingu. Við viljum ríkisstjórnina burt. Strax. Látið ekki blekkjast af ryki, sem þyrlað hefur verið upp. Veikindi ráðherra eru þar efst á blaði, Evrópusambandið næstefst. Hér hefst engin björgun fyrr en ríkisstjórnin hrökklast frá völdum. Vanhæf ríkisstjórn bjargar engu, þótt hún sé veik eða hefji viðræður við Evrópusambandið.