Veik fyrir árásum

Punktar

Krónan er hluti af örlitlu þjóðfélagi og verður alltaf veik fyrir árásum, hvort sem að verki er norski olíusjóðurinn; Den Danske Bank, sem setti Færeyjar á hausinn fyrir 10-15 árum; eða George Soros, sem felldi brezka pundið árið 1992. Krónan þarf ekki bara að standa undir þjóðfélaginu, heldur líka undir útrás íslenzkra kaupsýslumanna. Betra er að hafa grunn, sem ekki bilar á örlagastundu. Evran er réttur grunnur, sterkari en dollar. Henni munar ekkert um að bæta á sig þjóð, sem á heimsmet í undirballans. Gerum evruna strax gjaldgenga í búðum, kortum og öðrum viðskiptum.