Ríki og sveitarfélög eiga ekki að útvega veggi handa fólki til að krota á. Menn geta bara keypt sér teikniblokk eða striga. Veggjakrot kann að vera list, en einkum er það sóðaskapur. Berlín var illa haldin af kroti um tíma og Reykjavík er að sökkva í fenið. Ríki og byggðir eiga ekki heldur að útvega brautir fyrir torfæruhjól. Þótt fólk hafi keypt sér hjól, fylgir því engin skylda á herðum opinberra aðila. Slík vélhjól hafa lengi verið til vandræða í náttúrunni og hafa spillt slóðum göngufólks og hestamanna. Hinu opinbera ber engin skylda til að styðja villta athafnaþrá af neinu tagi.
