Um tvöföldum Suðurlands- og Vesturlandsvegar gildir það sama og um aðrar óþarfar framkvæmdir. Þær geta beðið, þangað til ríkið hefur ráð á þeim. Að skattleggja örfáar vegaframkvæmdir umfram aðrar er gamla Ísland. Kerfið, þar sem þingmenn sveitavargsins skiptu upp framkvæmdum til kjördæma sinna. Sá tími er liðinn, þótt enn séu á þingi framsóknarmenn á borð við Kristján Möller, Einar Guðfinnsson og Ásmund Daðason. Fólk vill enga vegtolla á vegi og við það situr. Enn síður vill fólk, að skattfé sé notað í vega-vitleysur kjördæmapotara. Vill ekki fleiri göt í fjöll á borð við Héðinsfjarðargöng.