Nýr fjárhagsgrundvöllur hefur ekki fundizt fyrir hefðbundinni útgáfu seldra fjölmiðla né fyrir blaðamennsku þeirra á vefnum. Nýmiðlun hefur laskað fjárhag hefðbundinna fjölmiðla, til dæmis rænt smáauglýsingunum. Fréttir voru áður seldar í áskrift, en eru nú ókeypis. Fréttasafnarar á borð við Google og Yahoo, Digg og Wikio fara framhjá heimasíðum fjölmiðla. Verð fyrir auglýsingar á vefnum er brot af verði hefðbundinna auglýsinga. Gömlu fjölmiðlarnir eru samt dæmdir til að keppa á vefnum. Því að öll vonum við, að fjárhagsleg forsenda muni um síðir finnast í nýmiðlun, brauð af himnum.
