Hér á Kaldbak er meiri ofsi í veðri en undanfarin ár. Stundum koma dagar og jafnvel vikur með linnulausum þurrki dag og nótt. Stundum koma dagar og jafnvel vikur með linnlausu regni dag og nótt. Þetta er farið að hafa áhrif á búskapinn. Skraufaþurrir hrossahagar vaðast út í ofsaregni. Fyrra mat á beitarþoli riðlast. Við þurfum að koma okkur upp nýju mati, breyttri beit. Allt stafar þetta að mínu viti af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þetta ofsalega regn, þessi ofsalegi vindur, þessi ofsalegi þurrkur. Það stafar af, að þrautpínd móðir jörð neyðist til að gefa skít í hagsmuni mannkyns.