Vaxandi trúarofsi

Punktar

Trúarofsi fer vaxandi í Bandaríkjunum, ekki bara hjá forseta landsins og stríðsmálaráðherra. Sjónvarpsprédikarar fara mikinn og kalla Múhameð spámann ræningja og barnanauðgara, til dæmis Franklin Graham, sonur Billy Graham. Þetta er meiri ofsi en hjá róttækum múslimum, sem ekki tala svona illa um Krist. Bandaríkjamenn flykkjast í kristna ofsatrúarsöfnuði, þar sem predikað er hatur og refsing, ofstæki og ofbeldi. Nicholas D. Kristof skrifar í New York Times um ofsatrúaða söfnuði og sjónvarpsprédikara á hægri kanti stjórnmálanna.