Lynnley Browning segir í New York Times frá nýjum upplýsingum hagstofu bandaríska fjármálaráðuneytisins, sem sýna, að hinir fátæku verða fátækari og hinir ríku ríkari þar í landi. Árið 1979 þénaði ríkasta 1% þjóðarinnar helming á við fátækustu 40% hennar, þegar skattar höfðu verið dregnir frá. Árið 2000 höfðu hlutföllin breytzt þannig, að ríkasta 1% þjóðarinnar þénaði jafn mikið og fátækustu 40% hennar. Hlutdeild hinna ríkustu í þjóðarkökunni hefur tvöfaldazt og er í sögulegu hámarki.