Hagfræðingarnir, sem hafa stýrt ógæfu heimsins síðustu áratugi, kallaðir Chicago-skólinn eða Washington-tónninn, hafa lengi haft á heilanum, að gott sé að einkareka vatn. Róttækur Alþjóðabankinn hefur krafizt einkavæðingar vatns eins og annarra þátta hnattvæðingar. Það hefur leitt til vatnsleysis fátæklinga, barnadauða og annarra hörmunga. Nú eru ríki þriðja heimsins, einkum í Suður-Afríku að hafna kröfu Alþjóðabankans á þessu sviði eins og öðrum og ná vatni sínu til baka úr höndum auðhringa, sem hafa lengi verið gæludýr þróunaraðstoðar Vesturlanda.