Gísli Marteinn Baldursson er blessunarlega hættur að tala um byggð úti í sjó og talar nú um það, sem er heldur illskárra, byggð í Vatnsmýrinni samkvæmt félagslegum rétttrúnaði vinstri manna. Hvorki Reykjavíkurlistinn né Gísli Marteinn hafa þó reiknað, hversu mikið muni aukast álag á götur út af byggðinni í Vatnsmýri. Þeir reikna bara með, að menn vinni í sama hverfi og þeir búi. Raunveruleikinn er hins vegar, að flestir aka gegnum bæinn í vinnu og úr. Vatnsmýrin er verri en byggð á Kjalarnesi, af því að aukið álag kemur mest á Miklubraut og þröngar götur gamals nágrennis.