Vatnslausir hestar

Punktar

Aðstaða fyrir hesta á Hveravöllum er ein hin versta við fjallaskála á landinu. Vatnsdæla hefur verið meira eða minna biluð vikum saman og sömuleiðis dráttarvél til flutninga á rúllum. Í fyrra skiptið, sem ég kom þar með hesta, þurftum við að lána geymi úr bíl til að halda dælunni í gangi og halda vatni á hestunum yfir nóttina. Í hitt skiptið, viku síðar, var dælan enn biluð og kom viðgerðamaður úr byggð. Svo virðist sem aðilar þeir, sem sveitarfélagið hefur fengið til að reka svæðið, séu ekki starfa sínum vaxnir eða hugsi eingöngu um tekjur, en reyni að sleppa að mestu við útgjöld.