Varið ykkur á ríkisrekstri

Punktar

Ríkisstjórnin hyggst setja upp umsýslufélag ríkisins um rekstur fyrirtækja, sem ekki er hægt að bjarga með neinum aðgerðum innan ramma einkaframtaks. Þetta er hættuleg leið, sem fyrst og fremst á að varðveita atvinnu. Sum eru eignarhaldsfélög, hafa fáa í vinnu og mega gjarna deyja drottni sínum. Öðru máli gegnir um vinnuaflsfyrirtæki. Verjandi getur verið að ríkisreka slík fyrirtæki um skamman tíma, fremur en að leyfa þeim að deyja. Aðalatriðið er, að stjórnendur þessa dæmis átti sig á reynslu sögunnar. Hún gefur slíkum fyrirtækjum á vegum ríkisins slæma einkunn. Munið til dæmis eftir Álafossi.