Varið ykkur á Abbas

Punktar

Rétt var að taka vel á móti Mamúd Abbas, forseta Palestínu. Enn betra var að taka upp stjórnmálasamband við hann. Gott er, ef þetta linar hörmungar Palestínumanna. Við skulum samt muna, að Abbas er ekki fulltrúi fólksins í Palestínu, heldur spillingarflokks Arafats, Fatah. En Hamas-flokkurinn vann kosningarnar í Palestínu fyrir rúmu ári. Og myndaði samsteypustjórn, sem Abbas rak frá völdum. Með stuðningi Ísraels, Bandaríkjanna og Evrópu setti hann neyðarlög. Hamas hefur samt haldið völdum á Gaza-svæðinu. Abbas er valdaræningi og vestrænn leppur, ekki lýðræðissinni. Varið ykkur á honum.