Varðhundur kvótagreifa

Punktar

Engin ástæða er til að vænta þess, að Vinstri græn muni styðja uppstokkun kvóta í sjávarútvegi. Helzti varðhundur kvótagreifa er Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna. Í gær hreytti hann ónotum í Björn Leví Gunnarsson alþingismann Pírata . Sá hafði fundið út, að íslenzkur þorskur tvöfaldast í verði frá íslenzkum markaði yfir í markaðinn í Grimsby. Það er þessi margfræga hækkun í hafi, sem kemur tugum milljarða árlega undan sköttum og skiptum í íslenzku samfélagi og hleður upp fé á reikningum í Panama. Björn Valur hefur ekki uppi neinar efnislegar varnir gegn málflutningi Björns Leví. Er latur og hreytir bara skætingi í hinn síðarnefnda.