Vanþroska umræðuhefð

Punktar

Umræðuhefð hefur alla tíð verið lakari hér en annars staðar á Vesturlöndum. Á sér eðlilegar skýringar. Áratugum saman mótaðist hefðin af talsmönnum hagsmuna og stjórnmála. Með gífurlegri aðild almennings að nýrri umræðu vefsins, hafa frumkvæði og massi umræðunnar flutzt til almennings. Hann er hvorki sjóaður í rökfræði né í umgengni við staðreyndir. Slíkt tekur langan tíma. Því er umræða á Íslandi út og suður sem stendur. Umræður um IceSave eru gott dæmi um vanþroska hennar. Síðan mun taka við enn meira glóruleysi um Evrópusambandið. Kannski verður umræðan á Íslandi nothæf eftir tíu ár.