Vanstilltar hótanir glæpastjórnar

Punktar

Kínverska glæpastjórnin hefur kúgað Tíbet í fimm áratugi. Hefur spillt menningarminjum landsins, jafnað þúsundir klaustra við jörðu. Hefur drepið tugþúsundir Tíbeta, pyndað aðrar tugþúsundir, lokað tugþúsundir í dýflissum. Í höfuðborginni Lhasa eru Kínverjar orðnir fleiri en Tíbetar. Glæpastjórnin stefnir að fleiri Kínverjum en Tíbetum í landinu öllu. Erlendis rekur glæpastjórnin ýfingar við útlagaleiðtogann Dalai Lama af fáheyrðu ofstæki. Hún sendir stjórnvöldum vanstillt hótanabréf, hvert sem hann fer. Danir taka ekkert mark á glæpastjórninni, en íslenzk stjórnvöld bugta sig og beygja.