Vanstilling í sakadómi.

Greinar

Matargestir í mötuneyti Áfengisverzlunarinnar, Sakadóms, Bifeiðaeftirlitsins og fleiri ríkisfyrirtækja urðu nokkuð hissa í hádeginu í fyrradag, þegar fulltrúi Sakadóms réðst að ljósmyndara Dagblaðsins og færði hann á brott meó valdi. Var honum gefið að sök að hafa tekið mynd af þýzka rannsóknarlögreglumanninum Schütz.

Sakadómsmenn létu ekki við þetta sitja. Þeir tóku myndavél ljósmyndarans af honum með valdi og tóku út filmuna. Jafnframt tóku þeir af honum aðrar filmur, sem þeir þó skiluðu síðar, er þeir höfðu framkallað þær. Kröfum ljósmyndarans um að fá að kalla til lögfræðing sinntu þeir í engu.

Meðan sakadómsmenn voru að þessu, beið blaðamaður Dagblaðsins úti á gangi og heyrði vanstilltar upphrópanir þeirra. Var blaðamaðurinn líka tekinn fastur og færður í geymslu í öðru herbergi. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fékk hann ekki heldur að hafa samband við umheiminn.

Var honum haldið þarna lengi, mun lengur en ljósmyndaranum.

Athyglisvert er, að hvorugur starfsmaður Dagblaðsins var látinn gefa neina lögregluskýrslu. Lögfræðingur þeirra hefur nú krafizt skýringa yfirsakadómara á þessu framferði starfsmanna hans. Benda lÍkur til, að hann muni síðan skrifa Saksóknara ríkisins og biðja um sakadómsrannsókn á þessu upphlaupi starfsmanna sakadóms.

Sakadómsmenn munu telja, að ljósmyndaranum hafi verið óheimilt að taka mynd af Schütz á þessum stað, þar sem ekki hafi verið um opinberan stað að ræða. Sú forsenda gildir ekki gagnvart blaðamanninum, sem hvergi kom nálægt málinu að öðru leyti en því aó elta sakadómsmenn inn á gang embættisins, sem ekki er lokaður almenningi.

Hvort sem sakadómsmenn hafa haft gilda ástæðu til að gera ljösmyndir Dagblaðsins upptækar eða ekki, er meðferð þeirra á málinu slík, að full ástæða er til að fylgja því eftir, svo að í ljós komi, hversu langt starfsmönnum Sakadóms er heimilt að ganga, til dæmis þegar þeir eru í mikilli geðshræringu.

Úr þessu fæst væntanloga skorið í framtíðinni. En það er von Dagblaðsmanna, að þessar aðgerðir sakadómsmanna tákni ekki, að hér á landi eigi að koma á fót eins konar vísi að lögregluríki, þar sem menn séu handteknir, jafnvel án þess að vera gefið nokkuð að sök, þeir sviptir hlutum moð valdi og þeim neitað um að hafa samband við lögfræðing og aðra aðila úti í bæ og loks sleppt eftir dúk og disk án skýrslugerðar né ákæru.

Ef til vill stafar taugaveiklun sakadómsmanna af óánægju þeirra út af því, að starfsmenn Dagblaðsins hafa birt meiri og ýtarlegri fréttir af sumum rannsóknarmálum Sakadóms en starfsmönnum dómsins þykir henta.

Í lýðræðisríkjum nágrannalandanna væri litið á sakadómsaðgerðir sem þessar sem mikið hneykslismál, enda algerlega óhugsandi, að slíkir atburðir gætu gerzt þar.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið