Vanmetin þjóðarheift

Punktar

Erfiðleikar IceSave samningsins í almenningsálitinu stafa af, að þjóðin er bálreið út af öðru. Hún skilur ekki, að enginn skuli enn vera dreginn fyrir dómara vegna bankahrunsins. Hún hefur enga trú á leyninefndum á borð við sannleiksnefnd Alþingis. Hún hefur séð lánabók Kaupþings á blogginu. Hún lætur ekki þvinga IceSave ofan í kokið á sér meðan Björgólfur Thor gengur laus, meðan Hannes Smárason, Ólafur Ólafsson og Wernersbræður ganga lausir. Stóra skyssan hjá stjórnvöldum var að skilyrða ekki opnar yfirheyrslur sannleiksnefndarinnar. Það var öryggisloki til að tempra heift þjóðarinnar.