Vanmetið ekki Barnaland

Punktar

Fáir mótmæltu fyrir utan glugga Björns Bjarnasonar í hádeginu. Fólin verða ekki hrædd við 150 manns. Stefna mannvonzku mun áfram ríkja í samræmi við hugarfar Björns og Hauks Guðmundssonar, sem við sáum í fréttum í gær. Við erum lítið gefin fyrir mótmæli. Notum í mesta lagi bílflautur, er benzín hækkar. En við skulum ekki vanmeta sígandi lukku. Smám saman hefur Björn orðið að þungum bagga Sjálfstæðisflokksins. Bagginn á eftir að þyngjast. Smám saman stöðvum við rek þjóðarinnar í átt til lögreglu- og sovétríkis. Við skulum ekki heldur vanmeta Barnaland.is, háværan meirihluta gegn Birni.