Áður en fjölmiðlar lögðu fréttabann á ofbeldismenn, var vitað, að tiltölulega fáir menn eru valdir að helmingi hins glórulausa ofbeldis, sem löggan neitar að sjá og skilja. Við vissum þá, hverjir ofbeldismennirnir voru, en við vitum það ekki lengur vegna nýrra hugsjóna um persónuvernd og nafnleynd. Að vísu eru yfirmenn löggunnar ekki einir vanhæfir. Skilning skortir líka hjá ríkinu, sem reisir ekki og rekur ekki fangelsi, og hjá veruleikafirrtum dómurum, sem kerfisbundið nota aðeins botn þess svigrúms, sem þeir hafa í dómum ofbeldismanna.