Stjórnvöld ráðast aldrei að rótum vandans. Þegar ungt fólk hefur ekki ráð á íbúð, er ekki skoðuð vaxandi misskipting tekna, sem veldur peningaleysi. Í þess stað er íhugað að plástra hér og þar og alltaf of seint, samanber Eygló. Þegar bankar og tryggingar fara fram úr sér í græðgi er ekki skipt út yfirmönnum og útvegað siðað fólk. Í staðinn er rætt um bankaskatt, bann við bankabónusum og nýjan happaskatt. Þegar eftirlitsstofnanir eru staðnar að því að sinna engum störfum sínum, er andverðleikum ekki skipt út. Í staðinn væla ráðherrar bara. Við þurfum nýtt fólk í pólitíkina, sem er ekki heltekið af möguleikum plástra.