Vandinn er afmarkaður

Punktar

Tíu prósent íslenzkra heimila eru í miklum fjárhagsvanda. Helmingur þeirra var kominn í slíkan vanda í góðærinu fyrir hrun. Slíkum verður seint bjargað með peningum skattgreiðenda og gamla fólksins. Gera á þeim kleift að skila húslyklunum og komast þannig fjárhagslega upp á núll. Eftir standa um fimm prósent heimila, sem komust í vandann vegna hrunsins. Einkum vegna misræmis tekna og vísitölu. Hæstiréttur hefur linað vanda sumra með gengisdómum, þótt við eigum eftir að sjá útfærsluna. Hinir sitja eftir, sem voru með vísitölu á lánum. Til greina kemur að skila þeim helmingi af vísitölubólu hrunsins.