Valtýr ofmetur lagatækni

Punktar

Eins og flestir lagatæknar ofmetur Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari stöðu lagatækninnar í lífi þjóðarinnar. Hún er ekki aðili að dómskerfinu og getur leyft sér að hreyta skít í það, hvenær sem henni þóknast. Hún getur talið bankabófa og útrásarbófa seka, áður en réttarkerfið losar svefn. Hún getur sagt Hæstarétt gersamlega óhæfan, til dæmis vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings. Sjálfur ber ég ekki gramm af virðingu fyrir dómstólum eða Valtý sjálfum. Ég held, að allt þetta kerfi eigi skilið spark í rassinn. Einkum fyrir að gleyma þætti réttlætis í samskiptum lagatækni og þjóðar.