Róm brennur og ríkið grýtir tugum milljarða króna í eitt fallít fyrirtæki, Samt er það ekki rætt á Alþingi. Þar er talað um fjárlagafrumvarp, sem brunans vegna var orðið úrelt um leið og það birtist. Ætla má, að betra sé að tala um fjárlög, þegar ástandið hefur róast. Að brýnna sé að ræða elda, sem nú brenna á þjóðinni. Hvernig getur ríkisstjórnin kastað 90 milljörðum án þess að ræða við Alþingi? Verður það bara síðari tíma afgreiðsla? Fleiri en Kristinn H. Gunnarsson fá hroll, þegar þeir sjá, hvernig ríkisstjórnin valtar kruss og þvers yfir þing og lýðræði. Ekki gerði George W. Bush það.