Valdið er frá Guði

Punktar

Stjórnvaldið í Bandaríkjunum er komið frá guði, ekki frá almenningi. Þetta sagði Antonin Scalia, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna í svari til lögmanns frá Texasríki. Scalia sagði ekki, að þetta væri skoðun eða trú sín, heldur væri þetta staðreynd, “fact”. Þegar sjálfur forseti Hæstaréttar er svipaður trúarofstækismaður og erkiklerkar Írans, er ekki von á góðum fréttum frá Guðs eigin landi. Við, sem búum umhverfis það, megum búast við meira ofstæki, meira ofbeldi, meiri einstefnu, meira hatri á alþjóðastofnunum og -samningum. Sjáið grein Richard Cohen í Washington Post.