Valdalausir ráðgjafar

Punktar

Hafa verður í huga, að 25 manna ráðgjafarnefnd Íraks er ekki ríkisstjórn landsins, heldur ráðgefandi fyrir bandaríska hernámsstjórann, sem hafði sjálfur síðasta orðið um skipan ráðsins. Því er ekki við að búast, að þessi hópur afli sér mikils trausts íbúanna, sem almennt eru andvígir hernáminu. Deutsche Welle segir frá ummælum ýmissa blaða í Evrópu um málið.