Vaknið til veruleikans

Punktar

Slagurinn um já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst ekki lengur um rök og staðreyndir. Snýst um tilfinningar. Næstu daga verður spilað á strengi þjóðernis, barnaástar, réttlætis, reiði og haturs. Já-menn gerðu mistök með auglýsingu, sem ýtir undir tilfinningu stéttamunar milli reiðrar alþýðu og hóglífrar yfirstéttar. Nei-menn telja fyrrverandi ráðherra ekki trúverðuga. Ekki dugar heldur að flagga forstjórum og verkalýðsrekendum. Já-menn verða að taka á gaspri um, að alþýðan “standi í lappirnar”, “borgi ekki skuldir óreiðumanna” og “láti ekki börnin axla byrðarnar”. Vaknið til veruleikans.