Vaknaði við vondan draum

Punktar

Samfylkingin er að manna sig upp í að slíta stjórnarsamstarfinu. Það gerist í dag eða á morgun. Kosið verður í vetur, í síðasta lagi í apríl. Þetta eru mikil og góð tíðindi. Samfylkingin bjargar sér fyrir horn á elleftu stundu. Eftir nokkurra vikna formannsleysi og ráðleysi. Óeirðir síðustu daga hafa fært Samfylkingunni sanninn um, hvað hennar biði að öllu óbreyttu. Bezt verður að fá starfsstjórn fagmanna til bráðabirgða, ekki stjórn vangefinna þingmanna. Stjórnin rekur stjóra seðlabanka og fjármálaeftirlits. Þá fyrst kemur traustið. Án þess fær engin ríkisstjórn staðizt. Síðan kjósum við.