Væntingar ráða olíuverði

Punktar

Samkvæmt olíuverðinu er að verða skortur á olíu í heiminum. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt; notkun fer varla fram úr framleiðslu fyrr en eftir tíu ár. Það er spákaupmennska, sem hækkar verðið núna. Braskarar vita, að dagar olíunnar sem hornsteins samfélagsins eru fyrr eða síðar taldir. Þeir vita líka, að tregt hefur gengið að finna hagkvæman arftaka hennar. Spákaupmennska felst í, að menn taka í dag afstöðu til þess, sem þeir telja, að gerist eftir tíu ár. Því mun olíutunnan fara upp í 150-200 dollara fyrir lok þessa árs. Langtíma væntingar ráða skammtíma olíuverði.