Fylgismenn einkavæðingar hafa komið sér upp skrítinni skilgreiningu munar á einkarekstri og einkavæðingu. Hún felist í kostnaðarhlutföllum. Heimta, að aðrir noti þessa skilgreiningu. Þeir séu fífl, ef þeir geri það ekki. En skilgreiningin er röng. Einkarekstur er hugtak um ástand: Rekstur er hjá einkaaðilum, en ekki opinberum aðila. Einkavæðing er hugtak um breytingu á ástandi: Færslu frá rekstri opinberra aðila til einkaaðila. Þegar rætt er um að færa ríkisrekstur til einkarekstrar að einhverju leyti, snýst umræðan um einkavæðingu. Fjallar ekki um ástand, heldur um breytingu á ástandi.
