Landssamband útvegsmanna hefur gefizt upp. Er ekki lengur andvígt óháðri vottun. Bara á móti vottun frá Marine Stewardship Council. Það hatar MSC, stærstu, en ekki eina vottunarstofuna. MSC hefur stærstan markað og mesta virðingu notenda. Önnur virt vottunarstofa getur komið að einhverju gagni. Útvegsmenn eru fallnir frá þeirri firru að votta sjálfir vöru sína. Enginn tekur mark á slíku. Bændasamtökin votta að vísu sjálf, að íslenzk búvara sé vistvæn. En enginn tekur mark á því og enginn á að taka mark. Aðalatriðið er, að menn hafa áttað sig á, að þeir geta ekki sjálfir vottað eigin vöru.